Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar þau Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson liggja nú í vari við Grímsey, en þau hafa verið á loðnuleit frá því á miðvikudag er þau lögðu af stað frá Reykjavík. Lítilsháttar hefur sést til loðnu að sögn skipstjóranna en veður er nú mjög slæmt og er beðið eftir að því sloti.