Baugsmálið stærsta fréttamálið 2006 að mati almennings

Verjendur í Baugsmálinu bera saman bækur sínar í réttarsal.
Verjendur í Baugsmálinu bera saman bækur sínar í réttarsal. mbl.is/ÞÖK

Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar, sem Gallup Capacent gerði fyr­ir Fjöl­miðlavakt­ina, tel­ur al­menn­ing­ur að Baug­ur/​Baugs­málið/​Bón­us­feðga­málið hafi verið stærsta fjöl­miðlamál árs­ins 2006. Þess­ar­ar skoðunar voru 42,6% þeirra sem tóku af­stöðu í könn­un­inni.

Næst á eft­ir komu Kára­hnjúk­ar en 15,3% þeirra, sem tóku af­stöðu töldu Kára­hnjúka­virkj­un­ina stærsta fjöl­miðlamál árs­ins 2006. Til viðbót­ar við niður­stöðu um Kára­hnjúk­ar töldu 2,9% þátt­tak­enda al­menn um­fjöll­un um virkj­an­ir og ál­ver vera stærsta fjöl­miðlamál árs­ins 2006.

Fjöl­miðlavakt­in seg­ir, að þetta séu nokkuð at­hygl­is­verðar niður­stöður þar sem um­fjöll­un um Kára­hnjúka hafi verið mun meiri en um­fjöll­un um Baugs­málið. Þannig voru frétt­ir og grein­ar þar sem Kára­hnjúk­ar voru nefnd­ir alls 2024 árið 2006 en frétt­ir og grein­ar um Baugs­málið alls 943. Fjöldi frétta um Baug sam­tals, þ.m.t. all­ar viðskiptaf­rétt­ir, eru einnig langt und­ir fjölda frétta um Kára­hnjúka.

Í þriðja sæti yfir stærstu mál árs­ins 2006 mæld­ist um­fjöll­un um Byrgið og en könn­un­in var gerð 13. des­em­ber 2006 – 2. janú­ar 2007 þegar Byrgið var mjög í sviðsljós­inu.

Önnur mál­efni sem til­greind voru sér­stak­lega af al­menn­ingi og mæld­ust með niður­stöðu 2,3–3,8% voru olíu­sam­ráðið, fjöl­miðlafrum­varpið, Árni Johnsen, RÚV–hluta­fé­laga­væðing, virkj­an­ir/​ál­ver al­mennt, DV og hler­an­ir. Um­fjöll­un um kosn­ing­ar náðu ekki að vera meðal þeirra mál­efna sem mæld­ust með hærri en 2% niður­stöðu en samt fjölluðu um 3 þúsund grein­ar og frétt­ir um kosn­ing­ar á vor­mánuðum síðasta árs.

Spurt var: Hvert tel­ur þú stærsta fjöl­miðlamál árs­ins 2006? End­an­legt úr­tak í könn­un­inni var 1294 manns á aldr­in­um 16–75 ára og var svar­hlut­fall 61,8%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert