Slökkviliðið á Selfossi var kallað út um klukkan 20 í kvöld vegna elds í ruslagámi á gámasvæði Sorpstöðvar Suðurlands á Eyrarbakka. Logaði í timbri sem lá í timbur gámi á svæðinu og gekk vel að slökkva eldinn, ekkert tjón er talið hafa orðið vegna hans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða.