Íslendingur lést í fallhlífastökki í Ástralíu

Íslendingur lést í fallhlífastökki skammt frá Lismore í Ástralíu í gær. Samkvæmt Sydney Morning Herald stökk 27 ára gamall Íslendingur úr þyrlu og hrapaði til jarðar og lést af höfuðáverkum eftir að fallhlífin opnaðist of seint. Stökkið mun hafa verið í tengslum við tónlistarhátíðina North Coast Dance Festival sem um 800 manns sóttu.

Maðurinn var í heimsókn hjá fjölskyldu vinar síns, Anthony Coombes sem lést í fyrra er hann stökk fram af 11 hundrað metra háum kletti í Noregi.

Slysið varð um klukkan 18.45 að staðartíma í gær á lokadegi hátíðarinnar sem haldin var á Bonalbo nærri Lismore. Tveir menn stukku úr þyrlunni úr 2.500 feta hæð og samkvæmt lögregluskýrslu mun fallhlíf Íslendingsins hafa opnast of seint og ekki með réttum hætti. Rannsókn slyssins stendur enn yfir.

Að svo stöddu er ekki hægt að greina frá nafni hins látna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert