Dómsmálaráðherra vígði kynningarsíðu um nýtt lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is/Júlíus

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, heimsótti í dag höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tilefni þess að öll lögregluembættin á svæðinu hafa verið sameinuð. Ráðherrann skoðaði höfuðstöðvar lögreglunnar og heilsaði upp á starfsfólk en undirritaði svo nýtt skipurit og opnaði formlega kynningarsíðu sem ætlað er að veita almenningi upplýsingar um hið nýja lögregluembætti og þau svæði sem því tilheyra.

Eftir að hafa opnað vefsíðuna skráði ráðherrann sig hjá vefnum til að fá framvegis upplýsingar um störf lögreglunnar í sínu hverfi, en á síðunni gefst almenningi kostur á að skoða sérstakar upplýsingar um sín hverfi og hvað þar er á döfinni.

Kynningarsíða LRH

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert