„Hafði næstum spilað mig til bana"

Eft­ir Silju Björk Huldu­dótt­ur silja@mbl.is

Maður­inn, sem vildi ekki koma fram und­ir nafni en er kallaður Karl í viðtali við Morg­un­blaðið, var sjó­maður á góðu skipi og hafði oft mikl­ar tekj­ur. Seg­ir hann að spila­mennsk­an hafi farið ró­lega af stað en fyrr en varði hafi hún tekið af sér öll ráð.

„Maður byrjaði í þess­um gömlu tíkalla­köss­um en eft­ir að Póker­kass­arn­ir komu til sög­unn­ar gat ég létti­lega spilað frá mér tugi þúsunda í hvert sinn," seg­ir Karl og bæt­ir við að með til­komu Há­spenn­unn­ar hafi freist­ing­in auk­ist til muna.

Karl seg­ir að hann hafi lengi reynt að fela ástandið fyr­ir konu sinni og vinnu­fé­lög­um, meðal ann­ars fengið sér póst­hólf úti í bæ þangað sem all­ir reikn­ing­ar voru send­ir. Það hafi þó bara verið gálga­frest­ur.

„Ég var ný­kom­inn í land... tók út hýruna, sem var 800 þúsund. Ég hafði lofað sjálf­um mér að spila ekki þegar ég kæmi í land en þegar ég sá að gullpott­ur­inn var kom­inn upp í 13 millj­ón­ir gat ég ekki staðist freist­ing­una," seg­ir Karl, sem gekk úr spila­saln­um með 100 þúsund kr.

Þegar hér var komið var öllu lokið fyr­ir hon­um. Hann ætlaði að stytta sér ald­ur en lenti inni á Vogi. Hann vinn­ur nú að því ásamt fjöl­skyld­unni að borga skuld­irn­ar og hef­ur greitt um 80% þeirra.

Karl seg­ist fylgj­andi hug­mynd­um borg­ar­stjóra um að flytja spila­kass­ana út í Örfiris­ey en hann legg­ur áherslu á að fyr­ir spilafíkla gildi það einu hvert spilið er.

Vafa­söm leið

Fé­lags­málaráðherra tel­ur það vafa­sama leið hjá frjáls­um fé­laga­sam­tök­um og stofn­un­um að fjár­magna rekst­ur með spila­köss­um. Hann vill sjá tak­mörk­un á fjölda og staðsetn­ingu kass­anna.

Í hnot­skurn
» Íslands­spil reka 580 spila­kassa um allt land fyr­ir RKÍ, Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og SÁÁ. Há­spenna ehf. og Happ­drætti Há­skóla Íslands reka 390 kassa.
» Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík­ur hef­ur lýst því yfir að fyr­ir­hugaður rekst­ur spila­sal­ar í versl­un­ar­miðstöðinni í Mjódd sé ófor­svar­an­leg­ur með öllu.

Nán­ar er fjallað um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert