Fangabúðunum við Guantánamo-flóa mótmælt

Frá fundi Íslandsdeildar Amnesty á Lækjartorgi nú síðdegis. Appelsínugulum blöðrum …
Frá fundi Íslandsdeildar Amnesty á Lækjartorgi nú síðdegis. Appelsínugulum blöðrum var sleppt í táknrænni athöfn sem vísar til búninganna, sem fangar í Guantánamo ganga í. mbl.is/Ómar

Víða um heim hafa verið mótmælafundir í dag vegna þess að fimm ár eru nú liðin frá því að Bandaríkjastjórn opnaði fangabúðir í herstöð sinni við Guantánamo-flóa á Kúbu. Íslandsdeild Amnesty International stóð m.a. fyrir mótmælafundi á Lækjartorgi í Reykjavík af þessu tilefni. Ban Ki-moon, nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var meðal þeirra sem í dag hvatti til þess að fangabúðunum verði lokað.

Svokallaðir „ólöglegir stríðsmenn", þ.e. menn sem Bandaríkjamenn tóku höndum í kjölfar hernaðarátaka í Afganistan 2001 og sakaðir eru um aðild að hryðjuverkastarfsemi, hafa verið vistaðir í Guantánamo.

Mannréttindasamtök hafa staðið fyrir mótmælum víða um heim af þessu tilefni, m.a. Kúbumegin inngangsins að herstöðvarsvæði Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert