Flugvél Flugstoða fór útaf flugbrautinni

Flugvél Flugstoða eftir óhappið. Eins og sést bognuðu hreyfilspaðar þegar …
Flugvél Flugstoða eftir óhappið. Eins og sést bognuðu hreyfilspaðar þegar flugvélin rakst í skilti við flugbrautina. mbl.is/Júlíus

Flugvél Flugstoða ohf. hlekktist á í flugtaki og rann útaf flugbrautinni við Öskjuhlíð klukkan 19 mínútur yfir 12. Átta manns voru borð en engan sakaði og vélin er ekki mikið löskuð. „Hún er enn á öllum fótum," sagði starfsmaður á Reykjavíkurflugvelli í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Vélin var á leið til Akureyrar á austur/vestur braut flugvallarins þegar óhappið varð. Það er nú til rannsóknar.

„Vélin rann út á gras í flugtaki en það sakaði engan sem var um borð," sagði Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Flugstoða í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Hún sagði jafnframt að Rannsóknarnefnd flugslysa væri væntanleg á svæðið og að slökkviliðið hefði verið kallað út en hefði ekkert þurft að aðhafast.

Flugvélin, sem er af gerðinni Beechcraft 200 King Air og ber einkennisstafina TF-FMS, var í flugtaki í hríðarbyl og virðist flugmaðurinn hafa misst stjórn á henni. Vélin lenti á tveimur skiltum og fór yfir svæði utan flugbrautar. Skrúfublöð beggja hreyfla eru beygluð og einnig mun nefhjól vélarinnar hafa orðið fyrir skemmdum.

Flugvél Flugstoða fór út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Flugvél Flugstoða fór út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert