Talsvert um árekstra á höfuðborgarsvæðinu

Talsvert hefur verið um árekstra á höfuðborgarsvæðinu í dag, engin …
Talsvert hefur verið um árekstra á höfuðborgarsvæðinu í dag, engin meiðsl hafa þó orðið á fólki mbl.is/G.Rúnar

Talsvert hefur verið um smávægilega árekstra á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna snjókomu, en árekstrahrina varð eftir hádegið, 27 árekstrar hafa verið tilkynntir hjá lögreglu síðan klukkan sjö í morgun, þar af 24 eftir hádegi. Öll hafa óhöppin þó verið minniháttar, og ekki hefur verið tilkynnt um meiðsl á fólki. Þungfært er að verða í mörgum götum auk þess sem umferð er að þyngjast og hvetur lögregla ökumenn til að fara gætilega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert