Útibú frá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins opnað á Akureyri

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að opna útibú frá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins á Akureyri. Til að byrja með er gert ráð fyrir fjórum starfsmönnum á Akureyri sem starfa munu í fjarvinnslu frá þýðingamiðstöðinni, sem staðsett er í Reykjavík. Áætlað er að starfsemin á Akureyri geti hafist í byrjun apríl.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir, að álag á þýðingamiðstöðina hafir aukist mjög á síðastliðnum árum og sé opnun útibúsins liður í að styrkja starfsemina svo standa megi meðal annars við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka