Vegur um Arnkötludal boðinn út á næstu dögum

Börn að leik á Hólmavík
Börn að leik á Hólmavík mbl.is/RAX

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra greindi meðal annars frá því á fundi um samgöngu og fjarskiptamál á Hólmavík í gærkvöld að vegur um Arnkötludal verði boðinn út og stefnt sé að því að verklok verði fyrir árslok 2008.

Í ræðu sinni rakti ráðherra helstu viðfangsefni samgönguráðuneytisins og skýrði meðal annars tilkomu fjarskiptaáætlunar sem gildir til ársins 2010 en sú áætlun byggist á því að ríkið fjármagnar fjarskipti þar sem fyrirtæki geta ekki keppt um viðskipti. Í því samhengi nefndi ráðherra nýlegt útboð á fyrri hluta GSM farsímakerfisins á hringveginum þar sem þjónusta hefur ekki verið fyrir hendi. Einnig hefur þegar farið fram útboð á útsendingum á Ríkissjónvarpinu í gegnum gervihnött. Með útsendingum um gervihnött eiga útsendingar Ríkissjónvarpsins að ná bæði til sjómanna og þeirra sem hingað til hafa ekki notið útsendinga Sjónvarpsins, að því er segir á vef samgönguráðuneytisins.

Ráðherra fór einnig yfir verkefni sem unnið er að eða er að ljúka í landshlutanum svo sem framkvæmdir við Vestfjarðarveg í Gufudalssveit og Djúpveg um Mjóafjörð og Reykjanes. Að lokum tilkynnti ráðherra að á allra næstu dögum verði vegur um Arnkötludal boðinn út og stefnt að því að verklok verði undir lok ársins 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert