Húsnæðisvandi LSH kemur niður á sjúklingum og starfsmönnum

Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg.
Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg. mbl.is

Læknaráð Landspítala, háskólasjúkrahúss ítrekar í ályktun fyrri ályktanir sínar um alvarlegan húsnæðisvanda sjúkrahússins, sem ekki getur beðið óleystur þar til nýtt sjúkrahús hefur verið reist. Húsnæðisvandinn leiðir til vaxandi óhagkvæmni í rekstri, kemur í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega þróun þjónustunnar næstu árin og kemur niður á sjúklingum og starfsmönnum, að því er segir í ályktun almenns fundar lækna á LSH.

„Nauðsynlegt er að yfirvöld fjármála og heilbrigðismála bregðist við þessum vanda með afgerandi hætti í samráði við stjórn og starfsfólk LSH.

Fram hefur komið að húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, sem nú er til sölu eða leigu, gæti leyst þennan vanda að hluta. Skorað er á heilbrigðisráðuneytið að láta þegar í stað fara fram athugun á því hvort létta megi á húsnæðisvandanum með því að tiltekin starfsemi á vegum LSH fái þar inni," segir í ályktun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert