Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, ræðir meðal annars um stjórnarsamstarfskosti og málefni Samfylkingarinnar í ýtarlegu viðtali sem birt verður í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Þar gerir Ingibjörg Sólrún m.a. grein fyrir því hvernig hún vilji kynna flokkinn í kosningabaráttunni og fyrir afstöðu sinni til hugsanlegs stjórnarsamstarfs.
Agnes Bragadóttir, blaðamaður, tók viðtalið við Ingibjörgu og kveðst afar ánægð með það. Vel hafi farið á með sér og Ingibjörgu, þótt vissulega hafi þær togast á.