Tæplega 60 prósent barna, sem fæddust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á liðnu ári, voru drengir. Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeild spítalans er það óvenju hátt hlutfall því að jafnaði er kynjahlutfallið nokkurn veginn jafnt.
Alls fæddust 162 börn fæðingardeildinni á árinu 2006 eða einu færra en árið 2005. Þar af voru 95 drengir og 67 stúlkur.
„Ætli framboð og eftirspurn gildi ekki í þessu eins og svo mörgu,” segir Bóthildur Steinþórsdóttir, ljósmóðir á Selfossi, við Suðurland.is. „Það hefur greinilega verið skortur á strákum síðastliðin ár og þess vegna hefur fólk ákveðið að framleiða frekar drengi. Ég ætla þó að vona að það stefni ekki í offramboð,” segir Bóthildur.