Súrefnisstig sjávar í Grundarfirði mælist yfir hættustigi í slæmu veðri

Mundi SH
Mundi SH mbl.is/Alfons
Eftir Gunnar Kristjánsson

Fiskifræðingar frá Hafrannsóknarstofnun komust ekki aftur út í eldiskvíar þar sem allur fiskur, eða 20 tonn, drápust í þorskeldi Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði. Slæmt veður hefur verið á svæðinu í dag og því illa viðrað til mælinga. Þær mælingar sem þeir gerðu við kvíarnar á súrefnismagni sýndu lágt súrefnisstig sjávar eins og hann var í dag eftir töluvert rót í veðrinu og þó nokkuð yfir hættustigi. Þeir munu koma aftur um leið og veður leyfir eða þegar stilla hefur verið í firðinum í um sólarhring.

Fiskifræðingar frá Hafrannsóknarstofnun komu til Grundarfjarðar í morgun og fóru um hádegisbil út að eldiskvíunum ásamt Runólfi Guðmundssyni umsjónarmanni þorskeldis Guðmundar Runólfssonar til að gera athuganir á því hvað hugsanlega hafi valdið því að allur fiskur eða um 20 tonn af eldisþorski drapst í kvíunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka