Ekki kosið á Suðurnesjum

Samtökin Sól á Suðurnesjum héldu stofnfund í gærkvöldi
Samtökin Sól á Suðurnesjum héldu stofnfund í gærkvöldi mbl.is/Ellert

Ekki verður gengið til íbúakosninga á Suðurnesjum vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, eins og samtökin Sól á Suðurnesjum hafa krafist eftir stofnfund sinn í gærkvöld.

Árni segir tvær skoðanakannanir hafa verið gerðar á síðasta ári sem sýnt hafi 77% stuðning við verkefnið auk þess sem fjöldi fólks á Suðurnesjum bíði eftir að fá örugg og vel launuð störf.

„Í kjölfar kynningar og umræðna hefur staðsetning álversins verið færð fjær íbúðabyggð þannig að hún er á kjörstað,“ segir Árni og bætir við að nú fari í hönd eðlileg kynning í gegnum umhverfismat þar sem íbúar geti sett fram athugasemdir.

„Við teljum að þetta séu mjög eðlileg vinnubrögð af okkar hálfu.“ Aðspurður hvort fyrirhugaðar kosningar í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík kalli ekki á sambærilega kosningu á Suðurnesjum segir Árni aðstæður gjörólíkar.

„Þar eru áhyggjur manna fyrst og fremst vegna nálægðar við íbúðabyggð sem ekki er í okkar tilviki. Þar eru að stæður líka aðrar, hér upplifðum við stærstu hópuppsagnir í sögu þjóðarinnar á síðasta ári og sjö hundruð manns þurftu að leita sér að öðru starfi í skyndi,“ segir Árni og tekur fram að það hafi nær allir gert en í mörgum tilvikum sé um að ræða verr launuð störf eða störf til skamms tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert