Fær ekki launalaust leyfi

Ágúst Einarsson,
Ágúst Einarsson, Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands og nýráðinn rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, fær ekki leyfi frá Háskóla Íslands meðan hann gegnir störfum í Borgarfirði. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ekki rétt að binda stöðu við skólann með þessum hætti og háskólayfirvöld hafi ekki viljað skapa fordæmi með því að veita leyfið. Ágúst segir niðurstöðuna vonbrigði. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Ágúst hefur verið prófessor við viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1990. Hann var ráðinn til Bifrastar í desember, til fjögurra ára, með möguleika á framlengingu. Ágúst vildi ekki segja hvort hann ætlaði að verða rektor eða halda áfram að vera prófessor. Hann sagði aðeins að niðurstaðan ylli sér vonbrigðum og að hann tjáði sig ekki meira um málið að sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert