Hætta á framleiðslu svínakjöts

Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, seg­ir eðli­legt að líta á kjúk­linga- og svína­kjöts­fram­leiðslu sem iðnaðarfram­leiðslu frek­ar en land­búnað. Lít­ill virðis­auki sé fyr­ir sam­fé­lagið af þess­ari fram­leiðslu og það eigi að hætta henni hér á landi.

Ingvi Stef­áns­son, formaður Svína­rækt­ar­fé­lag Íslands, gagn­rýndi versl­un­ina í Morg­un­blaðinu í gær og sagði að á sama tíma og hún gagn­rýndi land­búnaðinn og gerði kröfu um ódýr­ari mat­væli tæk­ist henni ekki að bjóða neyt­end­um upp á ódýr­an fatnað. Föt og skór væru 63% dýr­ari en meðal­verð í 15 ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Finn­ur sagðist ekki treysta sér til að svara fyr­ir alla versl­un í land­inu, en Hag­ar teldu sig vera að bjóða ódýr­ustu föt á Íslandi. "Ég átta mig ekki á hvernig þessi sam­an­b­urður á verði fatnaðar er gerður. Varðandi alþjóðleg merki þá er þeirri verðlagn­ingu stýrt úti í heimi, eins og þekkt er t.d. varðandi Levi's galla­bux­ur. Eig­end­um vörumerkja er heim­ilt að skipta mörkuðum upp í verðsvæði."

Sam­kvæmt töl­um hag­stofu Evr­ópu eru brauð og korn­vör­ur 72% dýr­ari á Íslandi en í 15 ríkj­um ESB og ávext­ir og græn­meti eru 55% dýr­ari.

"Við höf­um reiknað út að þrátt fyr­ir að öll álagn­ing á mat­vör­um væri tek­in út úr okk­ar fyr­ir­tæki þá væri verðlag 40% dýr­ara en í Evr­ópu. Þetta seg­ir okk­ur að versl­un­in skýr­ir ekki þenn­an mun," sagði Finn­ur og benti á að mat­vör­ur hefðu hækkað mun minna en neyslu­verðsvísi­tala.

Iðnaður en ekki land­búnaður

Verð á svína­kjöti hef­ur rokið upp og hér er fram­leiðslu stýrt miðað við að ná sem hæsta verði. Ég tel að þessi iðnaðarfram­leiðsla eigi ekki að njóta inn­flutn­ings­vernd­ar."

Finn­ur sagði að það sama gilti um kjúk­linga­fram­leiðsluna. Það væri iðnaðarfram­leiðsla. Verðmun­ur á inn­lend­um og er­lend­um kjúk­ling­um væri mjög mik­ill og þar að auki væri skort­ur á kjúk­linga­kjöti á markaðinum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert