Hætta á framleiðslu svínakjöts

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir eðlilegt að líta á kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu sem iðnaðarframleiðslu frekar en landbúnað. Lítill virðisauki sé fyrir samfélagið af þessari framleiðslu og það eigi að hætta henni hér á landi.

Ingvi Stefánsson, formaður Svínaræktarfélag Íslands, gagnrýndi verslunina í Morgunblaðinu í gær og sagði að á sama tíma og hún gagnrýndi landbúnaðinn og gerði kröfu um ódýrari matvæli tækist henni ekki að bjóða neytendum upp á ódýran fatnað. Föt og skór væru 63% dýrari en meðalverð í 15 ríkjum Evrópusambandsins.

Finnur sagðist ekki treysta sér til að svara fyrir alla verslun í landinu, en Hagar teldu sig vera að bjóða ódýrustu föt á Íslandi. "Ég átta mig ekki á hvernig þessi samanburður á verði fatnaðar er gerður. Varðandi alþjóðleg merki þá er þeirri verðlagningu stýrt úti í heimi, eins og þekkt er t.d. varðandi Levi's gallabuxur. Eigendum vörumerkja er heimilt að skipta mörkuðum upp í verðsvæði."

Samkvæmt tölum hagstofu Evrópu eru brauð og kornvörur 72% dýrari á Íslandi en í 15 ríkjum ESB og ávextir og grænmeti eru 55% dýrari.

"Við höfum reiknað út að þrátt fyrir að öll álagning á matvörum væri tekin út úr okkar fyrirtæki þá væri verðlag 40% dýrara en í Evrópu. Þetta segir okkur að verslunin skýrir ekki þennan mun," sagði Finnur og benti á að matvörur hefðu hækkað mun minna en neysluverðsvísitala.

Iðnaður en ekki landbúnaður

Verð á svínakjöti hefur rokið upp og hér er framleiðslu stýrt miðað við að ná sem hæsta verði. Ég tel að þessi iðnaðarframleiðsla eigi ekki að njóta innflutningsverndar."

Finnur sagði að það sama gilti um kjúklingaframleiðsluna. Það væri iðnaðarframleiðsla. Verðmunur á innlendum og erlendum kjúklingum væri mjög mikill og þar að auki væri skortur á kjúklingakjöti á markaðinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert