Umtalsvert meiri snjódýpt í Reykjavík en á Akureyri

Á Njálsgötu í Reykjavík í morgun.
Á Njálsgötu í Reykjavík í morgun. mbl.is/Ómar

Snjódýpt er nú umtalsvert meiri í Reykjavík en á Akureyri, og heyrir það til tíðinda að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Fram kemur á bloggi hans, Veðurvaktinni, að snjódýptin í Reykjavík sé nú 24 sm samkvæmt mælingu Veðurstofunnar, en á Akureyri hafi hún mælst sjö sm í morgun.

Á snjókomukorti Veðurstofunnar megi sjá, að snjódýpt sé nú víða meiri sunnan- og vestanlands en fyrir norðan. Mest sé hún 45 sm í Norðurhjáleigu, rétt austan Mýrdalssands.

Veðurvaktin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert