Einmuna rólegt í miðborginni í nótt

mbl.is/Kristinn

Ein­muna ró­legt var í miðborg­inni í nótt, að því er lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu grein­ir frá. Fáir voru á ferli og ein­ung­is eitt eða tvö minni­hátt­ar lík­ams­árás­ar­mál komu til kasta lög­reglu.

Í Hafnar­f­irði var lög­regla kvödd til þar sem kona sást fá­klædd úti á svöl­um, og í ljós kom að maður henn­ar hafði læst hana úti í kjöl­far deilna. Fékk kon­an skjól í Kvenna­at­hvarf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert