Mokað fyrir sex milljónir á dag

Snjómokstur í Reykjavík
Snjómokstur í Reykjavík mbl.is/Ómar

Síðustu tveir dagar hafa verið með þeim annasamari í snjóhreinsun í borginni það sem af er vetri og hafa menn á allt að 50 snjóruðningstækjum, stórum og smáum, verið ræstir út til að greiða fyrir samgöngum. Reikna má með að moksturinn kosti borgina um sex milljónir króna á dag og eru þá tekin með í reikninginn snjóruðningur og hálkueyðing á götum og gönguleiðum. Reykjavíkurborg sjálf á engin snjóruðningstæki en snjóruðningur á gatnakerfinu er boðinn út og sinnt af verktökum og fyrirtækjum. Mikil áhersla hefur verið lögð á snjóhreinsun og má búast við áframhaldandi vinnu á því sviði um helgina.

Að sögn Guðbjarts Sigfússonar, yfirverkfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, var moksturinn á föstudag vissulega með þeim erfiðari, þótt snjómokstursmenn hafi hins vegar séð það miklu svartara áður. "Það er þæfingur víða en engin ófærð og þetta er því ekki mjög slæmt," sagði hann.

Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings hefur ekki verið jafnmikill snjór í Reykjavík síðan í desember árið 2001. Þá mældist mesta snjódýpt 31 sentímetri en í gærmorgun var hún 24 sentímetrar. Einar segir það athyglisvert að snjódýpt sé nú víða meiri sunnan- og vestanlands en fyrir norðan. Það heyri til tíðinda á þessum árstíma að snjórinn sé meiri í Reykjavík en á Akureyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert