Sunnan- og vestanlands hlánar tímabundið á þriðjudag og miðvikudag með suðaustan- og austanátt, rigningu eða slyddu, að því er segir í spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga. Það voru því kannski síðustu forvöð - að minnsta kosti í bili - að nota snjóinn, eins og fjölmargir krakkar gerðu úti á Seltjarnarnesi í dag, undir vökulum augum foreldranna.
Veðurhorfurnar fram til klukkan 18 á morgun hljóða aftur á móti upp á snjókomu eða él, en léttir til suðaustanlands síðdegis. Á morgun verður norðlæg átt og snjómoma á norðanverðu landinu.
Snjókomubakki fór yfir landið í gærkvöldi og nótt, og mest var úrkoman úr honum syðst á landinu, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Veðurbloggi sínu.