Ær á bænum Efra-Ási í Hjaltadal bar hrútlambi á gamlársdag. Fram kemur í Bændablaðinu að þetta hafi komið Sverri Magnússyni, bónda, í opna skjöldu vegna þess að ærin bar einnig tveimur lömbum í maí.
Ljóst er, að ærin hefur fengið fang í ágúst. Bændablaðið segir fátítt, að kyndur, sem lömb ganga undir, beiði yfir sumarið en slíkt sé algengt ef kindur látri fóstrum á útmánuðum eða séu geldar.