Leitarhundur á Litla-Hrauni

Á næstunni verða þau tímamót á Litla-Hrauni að hundur mun vera þar í daglegu starfi við að leita fíkniefna á heimsóknargestum og í pökkum sem föngum berast, auk þess að leita á svæðinu í kringum fangelsið.

Þorsteinn Hraundal rannsóknarlögreglumaður hefur haft veg og vanda af þjálfun hundsins. Hann telur að ekki sé spurning að það muni bera góðan árangur að hafa leitarhund að staðaldri í fangelsinu. "Ég hef verið að leita þarna og tollgæslan líka," segir Þorsteinn. „Við erum hins vegar ekki þarna alltaf en þegar við höfum verið þarna við leit [...] hefur komið í ljós að fyrstu dagana á eftir kemur enginn. Það er þess vegna sjálfgefið að ef fangelsið sjálft hefur hund sem er þarna alla daga er þetta miklu auðveldara.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert