Alþingi Íslendinga kemur saman að nýju í dag að loknu jólaleyfi. Fyrsti þingfundurinn á vorþingi hefst klukkan hálftvö í dag en fyrst á dagskrá er þriðja og jafnframt lokaumræðan um RÚV ohf. Má búast við fjörugum umræðum enda stjórnarandstaðan ekki hlynnt frumvarpinu sem hún telur fyrsta skref í sölu Ríkisútvarpsins.
Samkvæmt hefð er vorþing fyrir kosningar nokkru styttra en í venjulegu ári og ekki ólíklegt að kosningaskjálfti fari að gera þar vart við sig eftir því sem líður á vorið.