Umræða um Ríkisútvarpið ohf. stendur enn á Alþingi

Rætt hefur verið um frumvarp um Ríkisútvarpið á Alþingi í …
Rætt hefur verið um frumvarp um Ríkisútvarpið á Alþingi í allan dag. mbl.is/ÞÖK

Þriðja umræða um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið ohf. stendur enn yfir á Alþingi. Umræðan hófst klukkan 15 í dag en á undan höfðu þingmenn einnig rætt um frumvarpið í umræðum um stjórn þingsins og fundarstjórn forseta.

Aðeins þrír þingmenn hafa í dag haldið eiginlegar ræður um frumvarpið, þau Sigurður Kári Kristjánsson, Mörður Árnason og Kolbrún Halldórsdóttir, en nú standa á ný yfir umræður um fundarstjórn en þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við að fram fari kvöldfundur. Birgir Ármannsson, sem sat í forsetastóli, sagði að ekki stæði til að ræna þingmenn nætursvefni þótt áformað væri að halda umræðunni áfram um sinn.

Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði á dagskrá þingsins fram eftir vikunni þar til mælendaskrá er tæmd en tíu þingmenn eru nú á mælendaskránni. Gert er ráð fyrir að þingfundir hefjist klukkan 10:30 á morgnana næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka