Fær greidd laun fyrir vinnu í matartíma á nóttinni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands til að greiða fyrrum starfsmanni tæpa hálfa milljón króna vegna vinnu í matartíma. Starfsmaðurinn vann á nóttinni við að svara í Hjálpar­síma deildarinnar frá mars 2004 til ágústloka 2005.

Maðurinn vann vaktavinnu samkvæmt ráðningarsamningi og var vinnutíminn frá klukkan 22:30 til 8:30, tvær nætur aðra vikuna og fimm nætur hina. Maðurinn krafðist einnig launa fyrir vinnu í matartímum en kröfunni var hafnað á þeirri forsendu, að hann hefði fengið greidd föst laun og í þeim væri allt innifalið nema álag vegna stórhátíða.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að maðurinn hefði ávallt verið í vinnu á matartímum í skilningi kjarasamnings VR og Samtaka atvinnulífsins. Því hafi vinnuveitandanum borið að greiða manninum tilsvarandi lengri yfirvinnu vegna vinnu í matartímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert