Beðið um skýr svör um hugsanlega tilfærslu Reykjanesbrautar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum gær,  að ítreka óskir um skýr svör, sem beðið hefur verið eftir frá samgönguráðherra varðandi kostnað vegna hugsanlegrar tilfærslu á Reykjanesbrautinni í samræmi við umræðu um stækkun álversins í Straumsvík.

Jafnframt áréttaði bæjarstjórnin, að lokið verði hið fyrsta við frágang samninga um breytingar á skattamálum Alcan og frumvarp um þá lagabreytingu verði lagt fram á Alþingi hið fyrsta.

Þá óskar bæjarstjórn Hafnarfjarðar skýrum svörum frá Landsneti hf., um hver beri kostnað af línu- og spennumannvirkjum vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert