Tímabundna vegabréfsáritun þarf til Kyrrahafseyja vegna krikketmóts

Utanríkisráðuneytinu hefur borist tilkynning um að íslenskir ferðamenn þurfi vegabréfsáritun til að ferðast til nokkurra landa í Karabíska hafinu á tímabilinu 15. janúar til 15. maí 2007. Eftir að þessu tímabili lýkur þurfa íslenskir ferðamenn aðeins áritun til Antígva og Barbúda og Gvæjana.

Umrædd lönd, sem nú þarf áritun til, eru Antígva og Barbúda, Barbadoseyjar, Dóminíka, Grenada, Gvæjana, Jamaíka, Sankti Kristófer og Nevis (St. Kitts and Nevis), Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar og Trínidad og Tóbagó.

Ástæðan er sú, að talið er að herða þyrfti öryggiskröfur á svæðinu vegna heimsbikarmótsins í krikket. Ákveðið hefur verið að mynda sameinginlegt flugsvæði 10 ríkja á meðan mótinu stendur og er gerð er krafa um vegabréfsáritun inn á svæðið fyrir íslenska ferðamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert