Velta vínbúðar í Mjódd jókst um 24% milli ára

Velta vínbúðar ÁTVR á Mjóddar-svæðinu í Reykjavík jókst um 24% milli áranna 2005 og 2006 eftir að hún var flutt, samkvæmt svari, sem fjármálaráðherra hefur gefið við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar.

Verslunin var flutt úr göngugötunni í Mjódd í maí á síðasta ári í hús Garðheima við Stekkjabakka. Frá maí til desemberloka árið 2005 var velta gömlu verslunarinnar 360,5 milljónir króna, en frá maí til desember árið 2006 var veltan í nýju versluninni 447 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert