Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda varnarsvæðið í sama ástandi og þeir tóku við því

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur.

Samkvæmt ákvæði í leynilegum viðauka við varnarsamninginn, sem nú hefur verið létt leynd af, var Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda Íslendingum varnarsvæðið aftur í sama ástandi og þau tóku við þeim, við lok samningsins. Þó skyldu Bandaríkjamenn, ef því yrði við komið, flytja burtu úrgangsefni, eyða þeim eða á annan hátt ganga frá þeim.

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, létti í dag leynd af óbirtum viðaukum við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951, auk samninga um breytingar á viðaukunum sem undirritaðir voru 11. október 2006.

Í síðarnefndu samningnunum er fjallað um skil Bandaríkjamanna á varnarsvæðinu. Þar segir m.a. að Íslendingar taki við svæðunum í því ástandi sem þau eru án þess að gera ráð fyrir að Bandaríkjamenn geri á þeim endurbætur. Fari svo, að heilsu manna eða öryggi sé stofnað í hættu vegna umhverfismengunar á svæðunum, sem ekki var vitað um fyrir dagsetningu samningsins, en komi í ljós á næstu fjórum árum á eftir, muni Ísland og Bandaríkin fjalla sameiginlega um málið og meta til hvaða ráðstafana eigi að grípa.

Í viðaukunum frá 1951 er aðallega fjallað um gagnkvæm réttindi og skyldur Íslendinga og Bandaríkjamanna.

Í sérstökum viðauka við varnarsamninginn frá 1951 kemur fram, að Bandaríkin hyggist hafa, á tímum ófriðar og hernaðarlegs neyðarástands, eftirlit með siglingum skipa á höfunum umhverfis Ísland og ferðum flugvéla á Íslandi og hafinu umhverfis það, svo og með ferðum ökutækja á landi, eftir því sem hernaðaraðstæður gefa tilefni til.

Í viðaukanum er fjallað nánar um þær kröfur, einkum varðandi flugumferð, sem Bandaríkjamenn gera, ef hernaðarnauðsyn er talin bera til.

Viðaukarnir sem leynd var létt af í dag

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Edward B. Lawson sendiherra, rituðu undir …
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Edward B. Lawson sendiherra, rituðu undir varnarsamninginn fyrir hönd þjóða sinna. mbl.is/ÓKM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert