Reiknað er með að utandagskrárumræða fari fram á Alþingi á morgun um málefni Byrgisins að ósk Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða fundar forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fjárlaga- og félagsmálanefndir þingsins munu fjalla um mál Byrgisins á fundi í fyrramálið en ekki tókst að ljúka umfjöllun á fundi, sem haldinn var í morgun.
Ekkert samkomulag er um umræðuna um Ríkisútvarpið ohf. sem staðið hefur yfir frá því á mánudag. Nú eru 14 þingmenn á mælendaskrá og til þessa hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar haldið langar ræður um málið. Gert er ráð fyrir þingfundi á morgun og jafnvel á laugardag.