Fjárlaganefnd fundaði í dag með ríkisendurskoðanda um eftirlit með styrkjum til aðila utan ríkiskerfisins. Birkir J. Jónsson, formaður fjármálanefndar sagði eftir fundinn að allir aðilar hefðu átt að fylgjast betur málum og að ýmislegt hafi brugðist í eftirliti með Byrginu, en að hvað fjárlaganefnd varðaði þá hefði verið lagt traust á viðkomandi eftirlitsaðila, Ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið.
Birkir segir hins vegar mikilvægast að taka málið föstum tökum og læra af þessari dapurlegu reynslu.
Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, segir að það leggist ekki nógu vel í sig að öll ábyrgðin liggi hjá ríkisendurskoðun. Ábyrgðin í liggi fyrst og fremst hjá félagsmálaráðuneytinu, þótt ríkisendurskoðun komi auðvitað að málinu.
Fundað verður aftur um málið í nefndum þingsins um Byrgismálið í fyrramálið.