Ný sýn í öryggis- og varnarmálum er yfirskrift á erindi sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra flytur á opnum fundi í hátíðasal Háskóla Íslands í dag klukkan 12.
Í erindi sínu mun Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra meðal annars ræða þróun öryggis- og varnarmála og breyttar aðstæður á Íslandi við brottför Varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli. Hvaða kosti eiga Íslendingar, hvert er hennar mat á þeim kostum. Að loknu hennar erindi gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna.
Að fundinum standa Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg, í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir.