Óbreytt veggjald til 2018

Í samkomulagi Vegagerðarinnar og Spalar ehf. um undirbúning að tvöföldun Hvalfjarðarganga og Vesturlandsvegar um Kjalarnes kemur fram að verðgildi veggjaldsins um núverandi Hvalfjarðargöng verður hið sama til ársins 2018 en mun ekki lækka líkt og svigrúm hefði ella verið til. Með þessu hyggst Spölur safna fé til að geta borgað hluta af kostnaðinum við ný jarðgöng.

Óvíst hversu mikið safnast

Tekjur Spalar aukast eftir því sem umferð verður meiri um Hvalfjarðargöng og að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar, hefði að óbreyttu verið svigrúm til að lækka veggjaldið um 15–20% eftir 2–3 ár. Þess í stað hefði verið ákveðið að láta verðgildið haldast því sem næst óbreytt en þannig gæti Spölur safnað fyrir hluta af kostnaði við ný Hvalfjarðargöng. Hann sagði óvíst hversu miklu tækist að safna en ljóst væri að ríkið yrði einnig að koma að verkefninu með veglegum hætti. Gísli sagði auðvelt að réttlæta þessa ákvörðun með hliðsjón af bættu öryggi með tvöföldun ganganna og þeim ávinningi sem af því hlytist.

Í samkomulaginu kemur fram að 250 milljónum verður varið í undirbúninginn, m.a. í nauðsynleg landakaup. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, sagðist engu geta svarað um hvenær yrði af tvöföldun Vesturlandsvegar eða Hvalfjarðarganga en hugsanlega yrði hluti af umræddu fjármagni notaður til að bæta úr brýnum vanda á þessari leið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert