Sorphirða torsótt í snjónum

Sorphirða í miklum snjó er gríðarlega erfitt starf og því …
Sorphirða í miklum snjó er gríðarlega erfitt starf og því er nauðsynlegt að greiða götu sorphirðumanna. mbl.is/Árni Sæberg

Sorp­hirða á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur síðast liðna viku verið tor­sótt verk og aðstæður erfiðar vegna snjóþyngsla og kulda. Í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að ekki sé hlaupið að því að sækja sorpílát bak við snjó­skafla. Oft þurfa starfs­menn sorp­hirðunn­ar að berj­ast við marg­ar hindr­an­ir til að koma tunn­un­um fram og til baka. Mælst er til þess að íbú­ar moki frá tunn­un­um svo að sorp­hirða geti farið fram.

„Þetta hef­ur verið geysi­lega erfið vika,“ seg­ir Sig­ríður Ólafs­dótt­ir rekstr­ar­stjóri Sorp­hirðunn­ar. Hún seg­ir að borg­ar­bú­ar þurfi að koma til móts við sorp­hirðuna þegar snjó­ar og moka frá tunn­un­um þannig að sorp­hirða geti átt sér stað.

Á mörg­um stöðum eru sorpílát­in illa staðsett og starfs­menn þurfa að fara lang­ar vega­lengd­ir til að ná í þau og skila. Fara þarf í gegn­um sund, garða og ómokaðar tröpp­ur.

Sig­ríður seg­ir álagið á starfs­menn feiki­legt og mönn­um sé hætt við að togna í baki, fót­um eða hönd­um við erfiðið. „Við gef­um íbú­um iðulega einn eða tvo daga til að moka frá tunn­un­um og greiða leið okk­ar, en ef það ger­ist ekki þarf að skilja ómokaða staði eft­ir, “ seg­ir hún.

Næsta laug­ar­dag verður unnið að því að klára verk vik­unn­ar og mæl­ist Sig­ríður til þess að fólk greiði götu starfs­manna Sorp­hirðunn­ar, hún legg­ur áherslu á að það sé eina leiðin til að fá góða þjón­ustu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert