Umræður um Ríkisútvarpið hafa tekið 100 klukkustundir

eftir Höllu Gunnarsdóttur

halla@mbl.is

HUNDRAÐ klukkustundir hafa farið í að flytja ræður um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins frá því að frumvarp þess efnis var fyrst lagt fram í mars 2005.

Fyrst var talað í sjö klukkustundir um Ríkisútvarpið sf., síðan í 43 klukkustundir um Ríkisútvarpið hf. og nú hafa umræður um Ríkisútvarpið ohf. staðið í rúmar 50 klukkustundir. Nefndarfundir um málið eru frátaldir í þessum útreikningum sem og umræður um efnið sem fara fram undir öðrum liðum, t.d. fundarstjórn forseta.

Til samanburðar má geta þess að þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1993 vörðu ræðuhöld einnig í rúmar hundrað klukkustundir. Umræður um fjölmiðlafrumvarpið tóku í kringum 90 klukkustundir í þingsal en annars hefur ekkert mál tekið svo marga klukkutíma í afgreiðslu síðustu ár. Umræður um gagnagrunn á heilbrigðissviði tóku um 58 klst, Kárahnjúkavirkjun var afgreidd á tæpum 39 klst. og álver á Reyðarfirði tók 28 klukkutíma í umræðum. Vatnalagafrumvarpið, sem rataði oft í fréttir sl. vor, tók samtals tæpar 56 klst. í umræðum í þingsal.

Ekkert bendir til þess að umræður um RÚV ohf. séu á endasprettinum. Í gærkvöld voru enn níu manns á mælendaskrá. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í ræðu sinni í gær, sem tók samtals tæpar tvær klukkustundir, að hann myndi fara mun ítarlegar yfir málin í seinni ræðu sinni.

Langar ræður fram undan?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert