Íslensku vefverðlaunin afhent

Vef­ur Icelanda­ir, www.icelanda­ir.is, var val­inn besti ís­lenski vef­ur­inn þegar ís­lensku vef­verðlaun­in voru veitt í dag. Veitt voru verðlaun í fimm flokk­um auk verðlauna fyr­ir besta ís­lenska vef­inn en hann er val­inn öll­um inn­send­um til­nefn­ing­um í öll­um flokk­um.

Í flokkn­um Besta út­lits- og viðmóts­hönn­un­in varð vef­ur­inn www.midi.is hlut­skarp­ast­ur. Besti afþrey­ing­ar­vef­ur­inn var vef­ur Baggal­úts, www.baggalut­ur.is. Besti ein­stak­lingsvef­ur­inn var val­inn www.icom­efrom­reykja­vik.com. Besti stofn­un­ar- eða fyr­ir­tæk­isvef­ur­inn var vef­ur Icelanda­ir, www.icelanda­ir.is og besti þjón­ustu­vef­ur­inn www.midi.is.

Íslensku vef­verðlaun­un­um er ætlað að hvetja til fag­mennsku í vef­smíði og -rekstri á Íslandi. Þau voru fyrst af­hent árið 2000. Aðstand­end­ur verðlaun­anna eru Sam­tök Vefiðnaðar­ins og ÍMARK.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka