Ekki líkur á lækkun

Þótt verð á Brent-olíu hafi lækkað um 16% í Lundúnum frá áramótum er ekki útlit fyrir að íslensku olíufélögin lækki verð á bensíni á allra næstu dögum. Tunnan af olíu kostar nú 52 bandaríkjadali en verðið fór í um 78 dali síðari hluta ársins 2006. Bandaríkjadalur hefur einnig lækkað í verði og stendur nú í 72 krónum.

Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Essó, bendir á að um hráolíu sé að ræða og ekki sé alltaf fylgni á milli þess og bifreiðaeldsneytis. Breytingar til langs tíma muni þó skila sér inn í bensínverðið. Í sama streng tekur Már Erlingsson, innkaupastjóri rekstrarsviðs Skeljungs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert