Eldpipar etinn með gleði

Ólafur Hrafn Steinarsson borðar úr heilli krukku af eldpipar.
Ólafur Hrafn Steinarsson borðar úr heilli krukku af eldpipar. Ásdís Ásgeirsdóttir

Nemendafélagið Framtíðin í Menntaskólanum í Reykjavík stóð í dag fyrir árlegum fjáröflunarviðburði undir yfirskriftinni Gleði til góðgerða. Í gær var safnað áheitum og í dag reyndu nemendur að standa við stóru orðin. Ágóðinn rennur til barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sem einnig skráðu heimsforeldra í MR í dag.

Að sögn Svanhvítar Júlíusdóttur, forseta Framtíðarinnar, liggur ekki fyrir hvað mikið safnaðist en ljóst sé að upphæðin sé hærri en í fyrra þegar um 300 þúsund króna var aflað. Þá sagði hún að margir hefðu skráð sig sem heimsforeldra hjá Unicef.

Þær þrautir, sem nemendur unnu, voru af ýmsu tagi. Sumir ákváðu að tala ekkert í dag, aðrir að syngja allt sem þeir vildu segja og enn aðrir drukku misholla drykki eða borðuðu misgóðan mat, eins og Óli, sem meðfylgjandi mynd er af en hann borðaði upp úr einni krukku af eldpipar. Svanhvít sagðist ekki vita betur en að Óla hafi liðið þokkalega á eftir enda stór og sterkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka