Fargjöld í Strætó hækka að meðaltali um 10%

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Ný gjaldskrá tekur gildi hjá Strætó mánudaginn 22. janúar 2007. Í flestum tilvikum er um hækkun fargjalda að ræða, en einstaka verðflokkar lækka eða standa í stað. Fargjaldahækkunin nemur að jafnaði tæpum 10%. Minnst er hækkunin hjá öldruðum og öryrkjum, eða 6,7%.

Samkvæmt nýju gjaldskránni hækkar stakt fargjald fullorðinna úr 250 krónum upp í 280 krónur. Veruleg breyting verður á fargjöldum ungmenna frá 12 til 18 ára aldurs. Hingað til hafa ungmenni ekki átt þess kost að greiða stakt fargjald nema með því að greiða 250 krónur en með tilkomu staðgreiðslufargjalds barna og ungmenna greiða þau nú aðeins 100 krónur fyrir farið, sem er 60% lækkun.

Flestir viðskiptavina Strætó notfæra sér afsláttarkjör í formi miða og korta. Engin breyting verður á verði fargjaldakorts barna frá 6 til 11 ára aldri sem greiða sem fyrr 37,50 krónur fyrir farið. Farið kostar 227,30 ef fullorðnir greiða með afsláttarmiða. Rauða kortið, sem gildir í þrjá mánuði, kostar nú 12.700 krónur, að því er segir í tikynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert