Skólapiltar heilsuðu þorra á brókinni

Strákarnir í Hafnarskóla í Hornafirði buðu þorra í garð með því að hlaupa nokkra hringi í kringum skólann á öðrum fæti, berlæraðir og berfættir. Nokkrir drengir voru einungis á brókinni og létu það ekki aftra sér þó að frostið væri mikið. Þeir sem hlupu flesta hringi fóru 42 hringi í skóm en flestir létu sér þó nægja að fara 3 hringi, að því er kemur fram á fréttavefnum horni.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert