850 hafa kosið í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi

mbl.is/Sig. Jónsson

Um 850 höfðu kosið í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi höfðu kl. 13:00 í dag. Alls er kosið á 26 kjörstöðum í Suðurkjördæmi, en þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum félagsmönnum í framsóknarfélögunum í kjördæminu sem eiga lögheimili þar. Kjörfundur stendur yfir til kl. 18:00 í dag en talið verður á morgun.

Góð kjörsókn hefur verið á Selfossi í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi frá því kjörstaðurinn í Fjölbrautaskólanum opnaði klukkan 10:00 í morgun. Margar nýskráningar í flokkinn hafa komið en hægt er að ganga í flokkinn og taka þátt í prófkjörinu fram til klukkan 18:00 á meðan kjörstaðir eru opnir, svo fremi sem fólk á lögheimili í kjördæminu. Greinilegt að áhugi er fyrir prófkjörinu á Selfossi en um klukkan 14 var löng biðröð fólks sem beið eftir að fá að kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert