Damon Albarn stefnir Hönnun hf.

Damon Albarn
Damon Albarn

Tónlistarmaðurinn Damon Albarn, sem keypti einbýlishús í Grafarvogi fyrir nokkrum árum, hefur stefnt verkfræðistofunni Hönnun hf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og krefst þess að fyrirtækið bæti sér 40 milljóna króna umframkostnað sem hlaust af vegna hönnunarbreytinga á húsinu. Húsið sjálft keypti hann á 26 milljónir og hljóðaði kostnaðaráætlun vegna breytinga upp á liðlega 40 milljónir króna. Reikningurinn varð hins vegar tæpar 80 milljónir og krefst Damon þess nú að fá mismuninn endurgreiddan vegna framúrkeyrslunnar. Telur hann Hönnun hafa brugðist skyldu sinni um að láta vita með hæfilegum fyrirvara ef gera þyrfti breytingar á kostnaðaráætlun. Málið var þingfest í gær en í kjölfarið frestað fram í febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert