Einn slasaðist í árekstri á Akureyri

mbl.is/Skapti

Einn slasaðist þegar flutningabifreið sem var að koma niður Þórunnarstræti á Akureyri rann inn á Glerárgötu og á a.m.k. þrjá aðra bíla. Þetta gerðist upp úr klukkan eitt í dag. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni eins bílsins út, og er hann eitthvað slasaður að sögn lögreglu. Hlýnað hefur í veðri með þeim afleiðingum að mikil hálka er víða í bænum og biður lögregla ökumenn um að fara verlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka