Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð

Þórunn Sigurðardóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Arndís Björnsdóttir og Ingibjörg …
Þórunn Sigurðardóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Arndís Björnsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir mbl.is/Golli

Hjón­in Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir lands­lags­arki­tekt og Ólaf­ur Ólafs­son, stjórn­ar­formaður Sam­skipa, hafa stofnað vel­gerðarsjóð og leggja hon­um til einn millj­arð króna í stofn­fram­lag. Tekj­um sjóðsins, sem eru arður og vaxta­tekj­ur af stofn­fé, verður ann­ars veg­ar varið til ým­issa verk­efna í þró­un­ar­lönd­um og hins veg­ar til að göfga mann­líf á Íslandi með því að styrkja verk­efni á sviði menn­ing­ar, mennta og lista í sam­ræmi við samþykkt­ir sjóðsins og ákvörðun sjóðsstjórn­ar hverju sinni. Ætla má að ár­lega verði til ráðstöf­un­ar 100-150 millj­ón­ir króna.

Fimm manna stjórn ber ábyrgð á stefnu­mörk­un og rekstri sjóðsins. Í henni sitja, auk Ingi­bjarg­ar og Ólafs, Sig­urður Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður Kaupþings, Sig­urður Guðmunds­son land­lækn­ir, sem nú sinn­ir hjálp­ar­störf­um í Mala­ví á veg­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands, og Þór­unn Sig­urðardótt­ir, list­rænn stjórn­andi Lista­hátíðar í Reykja­vík og stjórn­ar­maður í UNICEF á Íslandi. Stjórn­in set­ur sér nán­ari starfs­regl­ur en miðað er við að hún geri grein fyr­ir styrkj­um úr sjóðnum snemma á ári hverju, í fyrsta sinn árið 2008. Greint var frá þessu á blaðamanna­fundi í morg­un.

Sjóðsstofn­un­in nú er í beinu fram­haldi af tveim­ur til­tekn­um verk­efn­um sem Ingi­björg og Ólaf­ur taka þátt í hér­lend­is og er­lend­is um þess­ar mund­ir og hafa varið til alls á annað hundrað millj­óna króna.

Ann­ars veg­ar styrkja þau um­fangs­mikið mennta­verk­efni á veg­um Barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna, UNICEF, í Afr­íku­rík­inu Síerra Leóne. Það er fólgið í því að reisa 50 sam­fé­lags­skóla í sam­vinnu við mennta­málaráðuneyti lands­ins og er skól­un­um jafn­framt séð fyr­ir hús­gögn­um og öðrum búnaði. Um 100 kenn­ar­ar verða þjálfaðir til starfa í nýju skól­un­um og nem­end­um út­veguð nauðsyn­leg kennslu­gögn. Hins veg­ar styrktu þau upp­bygg­ingu Lands­náms­set­urs­ins í Borg­ar­nesi í minn­ingu for­eldra Ólafs, sem bjuggu þar í bæ og störfuðu um ára­bil, Önnu Inga­dótt­ur og Ólafs Sverris­son­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Ingi­björg og Ólaf­ur sjá fyr­ir sér að nýi vel­gerðasjóður­inn sinni til­tölu­lega fáum verk­efn­um hverju sinni en styrki þau mynd­ar­lega og mark­visst. Þau vilja fylgj­ast með og taka þátt í verk­efn­un­um eft­ir því sem unnt er. Þannig hafa þau fylgst náið með gangi mála í Síerra Leóne og með upp­bygg­ingu og rekstri Land­náms­set­urs­ins í Borg­ar­nesi. Ingi­björg sit­ur bæði í stjórn UNICEF á Íslandi og í stjórn Land­náms­set­urs­ins. Ólaf­ur sat um ára­bil í stjórn Rauða kross Íslands. Viðhorf sín orða þau sjálf á eft­ir­far­andi háttí frétta­til­kynn­ingu:

„Sam­fé­lags­leg ábyrgð er bæði eðli­leg og sjálf­sögð og við höf­um auk þess ein­fald­lega áhuga fyr­ir að beita okk­ur enn frek­ar í þró­un­araðstoð og til stuðnings ýms­um verk­efn­um sem bæta og göfga mann­líf á Íslandi. Margt fólk býr við óviðund­andi lífs­skil­yrði í þró­un­ar­lönd­um en oft þarf lítið til að áorka miklu til batnaðar. Við vilj­um að sjóður­inn verði virkt og lif­andi stuðningsafl í þró­un­ar­hjálp og unnið verði í nánu sam­starfi við stjórn­völd og íbú­ana sjálfa á hverj­um stað, líkt og við höf­um gert í Síerra Leóne.

Á Íslandi sjá­um við til dæm­is fyr­ir okk­ur að taka þátt í verk­efn­um á sviði menn­ing­ar, lista og mennt­un­ar, mann­bæt­andi verk­efn­um sem koma nærsam­fé­lag­inu og jafn­vel lands­mönn­um öll­um til góða. Lands­náms­setrið í Borg­ar­nesi er gott dæmi. Sig­ríður Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Kjart­an Ragn­ars­son eru frum­kvöðlarn­ir sem ýttu úr vör og sann­færðu aðra, þar á meðal okk­ur, um að vit væri í að setj­ast með þeim und­ir árar. Þessu ferðalagi lauk eins og til var stofnað og Land­náms­setrið er þegar orðið héraðsstolt Borg­ar­fjarðar og glæsi­leg­ur vett­vang­ur menn­ing­ar og lista sem horft er til úr öðrum lands­hlut­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert