Tilkynnt var um eld í parhúsi á Þorlákshöfn á sjötta tímanum í morgun. Íbúðin hvar eldurinn kom upp var mannlaus, en húsráðandi er á sjó. Mikill eldur var þegar að var komið að sögn lögreglunnar á Selfossi og er íbúðin mikið skemmd bæði af eldi og reyk. Í hinum helmingi hússins býr kona ásamt tveimur börnum og komst sú fjölskylda vandræðalaust út. Eldvarnarveggur skilur að íbúðirnar en einhverjar reykskemmdir urðu. Óvitað er um eldsupptök og er málið í rannsókn.