Samhjálp gerir athugassemdir við umræðu í sjónvarpi

Samhjálp er hvorki kirkja né trúfélag. heldur kristileg meðferðar-, forvarna- og hjálparsamtök, þetta er meðal þess sem fram kemur á vef Samhjálpar, en samtökin hafa þar sett fram athugasemdir vegna umræðu um málefni kristilegra meðferðarstofnana.

Meðal þess sem segir í athugasemdunum er að samtökin séu ekki kristileg vegna þess að lögð sé áhersla á að boða fólki trú, heldur vegna þess að leitast sé við vinna á ,,sama kærleiksríka háttinn og Kristur vann, þ.e. að leggja líkn við þraut.”

Í greininni er gerð athugasemd við fullyrðingar um að litið sé á alkóhólisma sem synd og að best sé að lækna hann með trúboði. Segir að rækilega komi fram á heimasíðu Samhjálpar að alkóhólismi sé þar skilgreindur sem sjúkdómur sem sé líffræðilegur, andlegur og félagslegur og að hann sé meðhöndlaður á öllum stigum af menntuðu fagfólki.

Þá segir á vefsíðunni að Samhjálp tengist Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, sem sé kristin fríkirkja, en ekki ofsatrúarsamtök, auk þess sem starfsmennsamhjálpar tengist fimm trúfélögum, þ.á.m. þjóðkirkjunni.

Vefsíða Samhjálpar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert