Framboðslisti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, var formlega kynntur að viðstöddu fjölmenni síðastliðinn föstudag. Framboðslisti Vöku í ár samanstendur af 34 einstaklingum, en þar af eru 18 einstaklingar í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og 16 í framboði til Háskólafundar. Oddviti Vöku í ár er Ólafur Páll Vignisson, en frambjóðandi Vöku til formanns Stúdentaráðs starfsárið 2007-2006 er Sunna Kristín Hilmarsdóttir, spænskunemi í hugvísindadeild.
Ólafur Páll Vignisson er 22 ára gamall meistaranemi í lögfræði,. Í fyrra tók Vaka upp á þeirri nýbreytni að bjóða fram sérstakt formannsefni, en frambjóðandi Vöku til formanns Stúdentaráðs starfsárið 2007-2006 er Sunna Kristín Hilmarsdóttir, spænskunemi í hugvísindadeild. Sunna Kristín hefur undanfarið ár verið Stúdentaráðsliði Vöku og jafnframt verið formaður Alþjóðnefndar Stúdentaráðs.
Listi Vöku:
Ólafur Páll Vignisson, meistaranemi í lögfræði
Fjóla Einarsdóttir, meistaranemi í félagsvísindum
Rakel Eva Sævarsdóttir, hagfræði
Kristján Freyr Kristjánsson, stjórnmálafræði
Magnús Már Einarsson, iðnaðarverkfræði
Sigurður Rúnar Ólafsson, viðskiptafræði
Elham Sadegh Tehrani, matvælafræði
Vilborg Einarsdóttir, sálfræði
Ingi Þór Wium, hagfræði
Guðmundur Vignir Sigurðsson, læknisfræði
Aldís Snorradóttir, viðskiptafræði
Jóhanna Rut Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræði
Baldur Finnsson, lyfjafræði
Bryndís Jónatansdóttir, félagsfræði
Kristinn Jósep Kristinsson, vélaverkfræði
Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, mannfræði
Björn Patrick Swift, hugbúnaðarverkfræði
Sigurður Örn Hilmarsson, lögfræði