Sigur Ríkisútvarpsins segir menntamálaráðherra

Stjórnarandstaðan á Alþingi lýsti því yfir í dag, að umfjöllun um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið ohf. væri lokið að sinni en stefnt væri að því eftir kosningar að taka málið upp að nýju. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segist líta á þetta sem sigur, en þó fyrst og fremst sigur Ríkisútvarpsins.

„Ég er sannfærð um að þetta frumvarp mun leiða til þess að Ríkisútvarpið mun standa öflugra en áður," sagði Þorgerður Katrín.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að stjórnarandstaðan hefði reynt án árangurs, að koma ríkisstjórninni í skilning um, að sátt yrði að ríkja um ákveðnar stofnanir í samfélaginu, ekki síst þær sem gegndu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. „Þeir kjósa að hafa ósætti um Ríkisútvarpið en við það verðum við að búa og það eru kosningar í vor," sagði Ingibjörg Sólrún.

Gert er ráð fyrir að atkvæði verði greidd um frumvarpið á Alþingi á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert